138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:44]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Í þessari tillögu leggjum við til að fjármunir verði veittir til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ferðaþjónustan er sú grein sem vex sennilega hraðast á næstu árum. Við leggjum til að þetta verði fjármagnað með hóflegu gistináttagjaldi, 500 kr. á nótt, og landgöngugjaldi fyrir farþega sem koma með skemmtiferðaskipum. Það er nauðsynlegt að setja aukið fé í þessa atvinnugrein vegna þess að það stórsér orðið á mörgum helgustu stöðum Íslands og það verður að hlúa betur að þeim til að þeir verði ekki fyrir tjóni, hvorki af núverandi ásókn ferðamanna né þeirri aukningu sem gert er ráð fyrir.