138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um fjárlög fyrir árið 2010. Inn í frumvarpið vantar stóran lið sem er Icesave og ég sakna hans. Það virðist sem ríkisstjórnin geri ekki ráð fyrir að hún hafi meiri hluta til að fá það í gegn. Það er ágætt. En svo vantar líka inn í frumvarpið lið um tónlistarhúsið. Það er hús sem verið er að byggja við höfnina og enginn virðist ætla að borga. Það er svipað dæmi og er að gerast núna á Álftanesi og ég vara menn alvarlega við. Það er einmitt það sem menn eru að gera, þeir geta dottið ofan í djúpu laugina. Ég sit hjá.