138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

orð fjármálaráðherra í atkvæðagreiðslu.

[11:02]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég var búin að biðja fyrr um að fá að koma undir þessum lið, fundarstjórn forseta, þannig að það á ekki að koma hæstv. forseta á óvart. Þess vegna er skrýtinn svipur sem var settur upp hér rétt áðan. [Hlátur í þingsal.]

Mig langar til að vekja athygli forseta á því að hæstv. fjármálaráðherra lét hér falla dæmalaus ummæli er hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson fletti ofan af reikningskúnstum fjármálaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Ég fer fram á það við frú forseta að hæstv. fjármálaráðherra verði víttur fyrir þessi ummæli. [Hlátrasköll í þingsal.]