138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[12:08]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er gert ráð fyrir því að álfyrirtækin reikni greiðslurnar, sem eru í erlendri mynt, þau eru með erlenda mynt sem rekstrarmynt, yfir í krónur og borgi þær inn í krónum. Síðan þegar þau eiga að borga skattinn og fá þetta endurgreitt fá þau endurgreitt í krónum miðað við gengi þá. Þetta er sem sagt gengistryggt en í krónum.

Það vill svo til að ríkissjóður á alveg feikinóg af krónum. Það eru nógar krónur til í landinu þannig að þetta er ekki vandamál. Að bera þetta saman við það sem við sjálfstæðismenn lögðum fram um skattlagningu séreignarsparnaðarins er gjörsamlega út í hött vegna þess að þar var ríkið að ná í eign sem það á í séreignarsjóðunum en hér er verið að ná í skatttekjur framtíðarinnar sem hugsanlega koma — og hugsanlega ekki. Ég er því eindregið á móti þessari — ég veit ekki hvað ég á að kalla þetta einu sinni.