138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, hefur sagt að hún vildi leggja áherslu á að Alþingi yrði fjölskylduvænn vinnustaður. Það var sérstaklega tekið fram. Ríkisstjórnin hefur sjálf lagt áherslu á að hún vilji styðja fjölskyldustefnu og að fjölskyldur í landinu gætu búið við góðan hag.

Hér er lagt til að Alþingi vinni enn einu sinni langt fram á nótt þannig að þeir þingmenn sem eiga lítil börn heima geti ekki sinnt þeim. Ég hlýt að mótmæla þessu fyrir hönd barnanna litlu sem eiga foreldra á þingi sem eiga að vera að vinna hérna langt fram á nótt. Ég segi nei. (VigH: Heyr, heyr.)