138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:33]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ekkert svar við fyrirspurninni, heldur einhverjar órökstuddar fullyrðingar um að þetta sé skuldbinding sem við eigum að efna. Um það er ágreiningur og við höfum allan tímann lagt til að Íslendingar fái að láta reyna á þann rétt. Við höfum verið ábyrg og málefnaleg í okkar málflutningi. En ég bjóst svo sem ekki við neinu öðru vegna þess að svar hv. þm. Guðbjarts Hannessonar er nákvæmlega eins og þegar álitið frá IFS Greiningu kom, að ekki væri hyggilegt að ræða málin áfram. Ég bendi þá á að þetta minnir óneitanlega á eiginleika frosksins, ef hann er settur í kalt vatn og vatnið hitað smátt og smátt aðlagast hann hitastiginu alveg upp í suðu. Það virðist ekki skipta máli hvaða upplýsingar berast, hversu alvarlegar þær eru, engin viðbrögð verða af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Okkur barst seint á Þorláksmessukvöldi greining frá IFS Ráðgjöf (Forseti hringir.) sem sýnir að það er stórhættulegt fyrir íslensku þjóðina að (Forseti hringir.) samþykkja Icesave-skuldbindingarnar. (BirgJ: Heyr, heyr.)