138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:05]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Stjórnarandstaðan hefur ítrekað bent á að það að samþykkja Icesave setji stöðu Íslands í svo mikla efnahagslega óvissu að það sé algjörlega óviðunandi að samþykkja Icesave-samningana. Hv. þingmaður spurði mig hver væri valkosturinn. Valkosturinn er að sjálfsögðu sá að hafna Icesave-samkomulaginu vegna þess að þá þurfa Bretar og Hollendingar að sækja rétt sinn samkvæmt íslenskum lögum til íslenskra dómstóla. Og bíðið nú við, það er vísað í einhverja óskilgreinda efnahagslega hættu, það muni eitthvað hræðilegt gerast. Áðan sagði hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir að efnahagsáætlun (Forseti hringir.) Íslands muni ekki sæta endurskoðun. Hún var endurskoðuð um daginn. Það mun ekkert gerast ef við segjum nei, (Forseti hringir.) nema að réttarstaða og efnahagsleg staða Íslendinga mun snarbatna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)