138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:38]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alltaf verið að fela á hvaða forsendum þessi pólitíska ábyrgð er. Það er eitt að vilja ganga til samninga og annað að ganga til samninga. Fyrri ríkisstjórn féllst á að ganga til samninga á ákveðnum forsendum sem voru í engu skuldbindingar. Það þýðir ekkert að koma með svoleiðis málflutning hér inn á Alþingi Íslendinga að einhverjar skuldbindingar hafi legið að baki. Það voru viðmið sem áttu síðan að vera túlkun íslenskra stjórnvalda til að ganga frá samningum. Efnahagslegi skaðinn á þessum tíma, sem ég spurði um og hv. þingmaður svaraði ekki, er auðvitað fyrst og fremst sparnaður á vaxtagreiðslum, verulegur sparnaður. Það er óskemmtilegt að þurfa að taka það dæmi, en þannig er það nú engu að síður. Það er alveg sama hvar komið er að málinu, (Forseti hringir.) það er ekki brúklegt til afgreiðslu fyrir íslenska þjóð og íslenska þjóð og íslenska þjóð og íslenska þjóð. (Forseti hringir.)