138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[17:48]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vona að þingmaðurinn misskilji ekki það hrós sem ég veitti honum fyrir að leggja sjálfstætt mat á álitaefnin sem hafa komið fram í þessu máli. Þau eru reyndar þannig úr garði gerð að færustu lögmenn þjóðarinnar og erlendis telja að það þurfi langar greinargerðir en ég ítreka að það var enginn hæðnistónn.

Ég vil líka hrósa hv. alþingismanni fyrir að hann stendur algjörlega með sínum formanni. Nú er það þannig að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur kastað allri ábyrgð á Icesave-málinu yfir á hæstv. fjármálaráðherra, Steingrím J. Sigfússon. Hún segir að síðasta ríkisstjórn hafi núllstillt málið og tekur fram að núverandi ríkisstjórn hafi ekki verið pólitískt skuldbundin af málinu. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa átt í erfiðleikum með að svara þessari spurningu en ég vil spyrja (Forseti hringir.) hv. þingmann: Telur hann að það sé mark takandi á því áliti sem fyrrverandi utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur (Forseti hringir.) lagt fram fyrir fjárlaganefnd?