138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:14]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er lenska hérna í þinginu að gefa ræðum einkunnir, þær eru málefnalegar, ágætar, góðar. Þessi fannst mér dæmalaus.

Mig langar að spyrja hv. þm. Pétur Blöndal hvort það sé rétt skilið hjá mér að hann telji að þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem studdu ríkisstjórnarstefnu í 18 ár, sem leiddi til þess að efnahagslífið hér fór á hausinn og allt hrundi, beri enga ábyrgð? Telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn hafi axlað ábyrgð sína á því hvernig efnahagsstjórn hér stefndi öllu í kaf og að þingmenn beri enga ábyrgð á því vegna þess að einhverjir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu ekki lengur ráðherrar eða jafnvel ekki lengur á þingi?