138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:48]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann tveggja spurninga. Í fyrsta lagi var það þannig að hæstv. þáverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, skipaði Jón Sigurðsson formann Fjármálaeftirlitsins, Fjármálaeftirlitið skipar síðan Árna Tómasson formann skilanefndar Glitnis. Skilanefndin hefur nú skipað Jón Sigurðsson í bankaráð Íslandsbanka samkvæmt fréttum. Telur þingmaðurinn að þetta sé eðlilegt, sér hann engin pólitísk tengsl þarna á milli?

Að auki langar mig að spyrja hv. þingmann: Hve há verður endanleg greiðsla Íslendinga af Icesave-samningnum?