138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:48]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst er að svara seinni spurningunni. Það veltur á höfuðstólnum að sjálfsögðu, hver hann verður þegar upp er staðið, það segir sig sjálft. Það fer eftir endurkröfunum, hvað fæst upp í kröfur bankans, það segir sig sjálft og það hefur alltaf legið ljóst fyrir. (Gripið fram í: Hversu mikið …?) Það er óvissa um þetta eins og annað í málinu, (Gripið fram í: Nú, …) það er ljóst. Ég hélt að hv. þm. Pétur H. Blöndal þekkti til hvernig komið er fyrir gjaldþrota fyrirtækjum og hvernig eignirnar skila sér til baka. (Gripið fram í: Er þá ekkert til í Landsbankanum?) Það er nóg til í Landsbankanum, ef til vill allt upp í skuldina, eins og allir vita.