138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:55]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ánægjulegt að hlusta á þingmenn Sjálfstæðisflokksins og þingmenn Framsóknarflokksins tala hávirðulega um nýjan foringja lífs síns, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Ég held að aldrei í þingsögunni hafi framsóknarmenn og sjálfstæðismenn vitnað jafnrækilega og oft í orð eins og sama mannsins úr öðrum flokki, (Gripið fram í.) en það er gott og vel. (Gripið fram í.) Ég ber virðingu fyrir Ingibjörgu Sólrúnu (Gripið fram í.) eins og aðrir þingmenn í þessum þingsal. (Gripið fram í.)

Ef ég gæti, frú forseti, komið orðum mínum af stað hér í púlti vegna sífelldra frammíkalla hv. þingmanna, sem hafa greinilega engan áhuga á að hlusta á það sem fram fer í pontu, vil ég taka það fram að mér finnst ekki hægt að núllstilla þetta mál með nokkrum skilningi. (Gripið fram í: Það er ekki hægt.) (Gripið fram í.) Við getum ekki núllstillt þessa skuld sem var augljós og var samþykkt af íslenskum stjórnvöldum á sínum tíma. (Forseti hringir.) Það er bara engan veginn hægt.