138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[11:58]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég hef trúað að við munum borga af þessu láni þangað til það verður uppurið. Vaninn er sá að þegar menn taka lán borga þeir það til baka, jafnvel á vöxtum. (Gripið fram í.) Hvernig þessi samningagerð kom til? Auðvitað kom hún til í nauðum íslensku þjóðarinnar, það er augljóst mál. Menn geta hins vegar túlkað þessa samninga hvernig svo sem þeir vilja, hvort þeir eru nauðasamningar eða frjálsir samningar. Ég er ekki endilega viss um að íslensk þjóð sé mjög frjáls og hafi verið mjög frjáls í þeim hrunadansi sem ákveðnir flokkar leiddu yfir okkur.