138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:23]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er eiginlega enn þá meira hissa núna eftir seinna svar hv. þm. Guðbjarts Hannessonar. Auðvitað er sannleikurinn ákjósanlegur og hann ætti ekki að vera ómissandi en nú upplýsir hann að þetta voru ekki tölvupóstar sem fóru í gegnum íslenska stjórnkerfið, ég hef aldrei haldið því fram, heldur voru þetta erlendir ráðgjafar (GuðbH: Persónulegt …) sem sögðu að Bretar og Hollendingar mundu ekki fallast á fyrirvarana, að fyrirvararnir væru fallnir. Þetta mál var ónýtt hér í sumar, ríkisstjórnin vissi það en samt (Gripið fram í.) var farið með málið í gegnum Alþingi, í gegnum atkvæðagreiðslu. Í gegnum atkvæðagreiðsluna sem varð til þess að sett var ríkisábyrgð, lög nr. 96/2009, og þau lög eru í gildi, við megum ekki gleyma því að það eru lög í gildi um ríkisábyrgð. Það er margt að koma fram í dagsljósið enn þá, frú forseti.