138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:41]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðu hans. Það er tvennt sem ég vildi spyrja hv. þingmann um. Annars vegar að menn segja hér fullum fetum að efnahagslegu skilmálarnir séu inni. Af hverju segja menn það þegar búið er að taka út ártalið 2024? Sömuleiðis tala menn hér eins og það að setja vextina inn í þáttinn um hagvöxtinn sé lítið mál. Við erum að tala um vaxtakostnað sem samsvarar rekstrarkostnaði á Landspítalanum á einu ári, þannig að efnahagslegu fyrirvararnir eru augljóslega ekki inni. Af hverju halda þá stjórnarliðar öðru fram?

Hins vegar að stjórnarliðar komu fyrir viku síðan og sögðu: Alþingi hefur talað, þetta er innan samkomulagsins, við berum engan kvíðboga fyrir því að fara og útskýra fyrir Bretum og Hollendingum að svona er þetta. Vissu menn ekki hvað þeir voru að tala um?