138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:06]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla enn á ný að benda á þá staðreynd að það eina sem fjárlaganefndarmenn hafa í höndunum er bréf frá Mishcon de Reya þar sem sérstaklega er vísað í þrjár kynningar og bréf sem eru dagsett 25. til 31. mars. Síðan eru talin upp fjögur skjöl í viðbót og boðað að fleiri eigi eftir að berast sem er fullyrt að skipti máli þegar tekin er ákvörðun í þessu máli. Það á að ganga til kosninga um Icesave-málið í fyrramálið. Við höfum farið fram á það í mestu vinsemd að formenn flokkanna setjist niður og ræði málið, við erum ekki að fara fram á neitt annað, og það verði þá væntanlega séð til þess að Alþingi (Forseti hringir.) afgreiði ekki málið án þess að (Forseti hringir.) þessi gögn liggi fyrir.