138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:33]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn höfum farið fram á það í mestu vinsemd að forseti beiti sér fyrir því að formenn allra flokka hittist og fari yfir stöðu mála. Ég held að það sé líka eðlilegt, ekki bara í ljósi þess að við eigum eftir að fá gögn heldur líka að bæði hæstv. utanríkisráðherra og hæstv. fjármálaráðherra segja það rangt sem kemur fram í bréfi Mishcon de Reya. Þeir segja að þessi gögn hafi ekki verið kynnt fyrir hæstv. utanríkisráðherra en lögmannsstofan segir „which was presented to him 31 March 2009“ og svo ég snari því yfir á íslensku: sem voru kynnt fyrir honum 31. mars 2009, á fundi í London. Hæstv. utanríkisráðherra segir að hann hafi ekki fengið neina slíka kynningu. Þetta er grafalvarlegt í mínum huga, (Forseti hringir.) virðulegi forseti, og ég held að við ættum aðeins að anda og slaka á vegna þess að það liggur (Forseti hringir.) ekkert á.