138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Hér hefur komið fram í umræðum um fundarstjórn forseta að stjórnarandstaðan sé að leika eitthvert leikrit. Ég vil nú benda á að ef stjórnarandstöðunnar hefði ekki notið við værum við búin að samþykkja þessa samninga óséða. Og ég vil minna á að þeir hv. þingmenn sem núna eru í stjórn, alla vega í Vinstri grænum, voru eitt sinn í stjórnarandstöðu og ég hefði haft gaman af að sjá þá í svipaðri stöðu og við erum í núna. Það hefði verið mjög athyglisvert.

Það eru ekki nema tvö eða þrjú ár síðan hv. þingmenn Samfylkingarinnar voru í stjórnarandstöðu. Það er hreinlega hlutverk stjórnarandstöðunnar að stöðva ríkisvaldið í því að gera óskynsamlega hluti og benda á það sem miður fer og það er einmitt það sem við erum að gera. Þess vegna er bent á þessa tölvupósta — t.d. að það var sent út bréf þar sem segir að það hafi verið staðfest að forseti Alþingis óskaði ekki eftir (Forseti hringir.) frekari tölvupóstum frá Mishcon de Reya.