138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:32]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Enn og aftur átta ég mig ekki á þeim spurningum sem hefur verið beint til mín ef einhverjar hafa verið, en ég skal fúslega gangast við því og það hafa stjórnarliðar gert, við ætlum að axla ábyrgð á þessu máli. Lausnin er á okkar ábyrgð, hv. þingmaður og hv. þingmenn stjórnarandstöðunnar. (Gripið fram í.) Við berum ábyrgð á lausn þessa máls og við ætlum ekki að skjóta okkur undan henni. (Gripið fram í.) Við öxlum hana fullum fetum og af frjálsum vilja. (Gripið fram í.) Við ætlum ekki að skjóta okkur undan ábyrgð, (Gripið fram í.) það gerum við ekki, hvort sem það er Vinstri hreyfingin – grænt framboð eða Samfylkingin, flokkarnir sem mynda hér ríkisstjórn. Það verður á okkar ábyrgð að leysa þetta mál (Gripið fram í.) því að til stjórnarandstöðunnar er ekkert hægt að leita. Þau hafa skotið sér undan ábyrgð, (Gripið fram í: Þetta er rangt.) (Gripið fram í.) hver einasti þingmaður stjórnarandstöðunnar, (Gripið fram í: Þetta er rangt.) jafnoft og þeim hefur gefist tækifæri á því, virðulegi forseti. (Gripið fram í: Þetta er ósatt.)