138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:37]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ekkert okkar óskar þess að vera í þessari stöðu og ekkert okkar vill axla þær byrðar sem hér stendur til að greiða atkvæði um. (Gripið fram í.) En hitt er jafnljóst að með frávísun hverfur þessi vandi ekki frá okkur. Bresku lögmannsstofurnar tvær voru sammála í grundvallaratriðum um það hversu varhugavert það væri að synja þeim samningum sem fyrir lægju vegna þess að allt bendir til þess að viðsemjendur okkar beini að okkur sínum ýtrustu kröfum og allt er óljóst um hverjar lyktir mála yrðu ef svo gengi fram. Það er mikil hætta á að tjón okkar yrði miklu meira.

Virðulegi forseti. Það eru forn sannindi að oft er betri mögur sátt en óljós von í feitum dómi. Ég held að það eigi vel við í dag og segi því nei.