138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:01]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég tel ekki rétt að taka þetta mál úr höndum þingsins núna á lokasprettinum þegar við erum komin að því að taka hina örlagaríku ákvörðun á því stigi sem málið er nú. Hefði átt að koma til greina að setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu hefði þurft að búa það allt öðruvísi úr garði og huga að þeim málatilbúnaði strax í upphafi. [Kliður í þingsal.]

Þingið þarf að hafa kjark til að sinna skyldu sinni við þjóðina og taka þessa erfiðu ákvörðun. Til þess erum við kjörin og ég segi nei. [Háreysti á þingpöllum.]