138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:07]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F):

Virðulegi forseti. Hingað hafa ýmsir komið og sagt að þetta mál henti ekki og það er búið að segja að ekki sé hægt að treysta þjóðinni til að greiða atkvæði um þetta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er hjákátlegt að heyra þau rök.

Mig langar að minna fólk á að á indefence.is hafa tæplega 37.000 manns skrifað undir áskorun til forsetans og á mbl.is. þann 4. desember sl. er haft eftir Ólafi Elíassyni, talsmanni Indefence-hópsins, að ekkert mál henti betur.

Hann segir:

„Satt að segja treysti ég persónulega þjóðinni miklu betur til að standa í lappirnar gagnvart Hollendingum og Bretum heldur en núverandi stjórnvöldum.“

Það geri ég líka og ég segi já.