138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:08]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Einn reyndasti þingmaður þessa þings, hæstv. fjármálaráðherra, sagði í þingræðu í gær að við sem stöndum í þessum ræðustól verðum að kannast við okkar eigin orð og bera ábyrgð á þeim það sem eftir er. [Hlátur í þingsal.]

Nú er það svo að Vinstri grænir hafa á hátíðarstundum talað um að þeir hafi ást á beinu lýðræði og að þjóðaratkvæðagreiðslur séu það sem koma skuli og það sem eigi að verða ofan á í stórum málum. En þegar reynir á, frú forseti, virðist ekki vera neitt að marka þessi orð, við erum að upplifa það hér í dag. Ég er hreint undrandi. Hvernig ætli sagan muni dæma orð hæstv. fjármálaráðherra sem áður hefur talað svo fjálglega um þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði? Ég segi já. (Gripið fram í.)