138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:10]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Öll mál geta farið í þjóðaratkvæðagreiðslur, það sannar 26. gr. stjórnarskrárinnar þegar forseti hafnar því að skrifa undir lög og eru þar engin lög eða lagategundir undanskildar, við skulum átta okkur á því.

Það er svolítið skrýtið með lýðræðisástina hjá þessari ríkisstjórn. Nú liggur í allsherjarnefnd milli 2. og 3. umr. frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur. Hvers lags lýðræðisást er verið að sýna hér í kvöld? Af hverju tekur ríkisstjórnin ekki undir með sjálfri sér og samþykkir þá breytingartillögu að málið fari í þjóðaratkvæðagreiðslu? Ég segi já.