138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:21]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Frú forseti. Þetta er líklega einhver mikilvægasti þáttur þessa máls. Þess vegna er mjög sérkennilegt að sjá að margir þingmenn skuli greiða atkvæði á móti því eða ekki taka afstöðu til þess að verja í raun framtíð barnanna og heimilanna. En svona er andinn á þinginu, það á að keyra þetta mál í gegn, frú forseti, það er sorglegt. Það er alveg ljóst að það eru dregnar nýjar pólitískar línur á Alþingi í kvöld og ég óska því ríkisstjórninni til hamingju með nýjan óháðan liðsmann, sem var hér áður óháður, hv. þm. Þráin Bertelsson, sem virðist fylgja ríkisstjórninni (Gripið fram í.) í öllum atkvæðagreiðslum. Ég óska ríkisstjórninni til hamingju með viðbótina. (Gripið fram í.)