138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:30]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Nú eru hv. þingmenn að upplifa Kópavogsfundinn 1662 og þjóðfundinn 1851. Við hljótum að skilja betur vanlíðan talsmanna Íslands á þeim frægu ólánsfundum. Trampe greifi sló Íslendinga niður 1851 en nú slær réttkjörin ríkisstjórn Íslands, sem er talsmaður Breta og Hollendinga og ESB-þjóðanna, þjóðina niður.

Það er skelfilegt að sjá að hæstv. ríkisstjórn Íslands skuli leiða Ísland fram sem efnahagslega nýlendu Breta og Hollendinga og hinna í kæfubelgnum í Brussel. Meiri hluti Alþingis hefur ekki sannfæringu til að styðja Icesave-samning ríkisstjórnar Íslands, en, en, en því miður, en, en, en ef svo skelfilega fer að samningurinn verði samþykktur vegna valdafíknar (Forseti hringir.) er skylt að hvetja landsmenn til dáða en ekki depurðar. Við baráttumenn Íslands stöndum vaktina áfram, (Forseti hringir.) sækjum fram nótt og dag til þess að eyða þeim (Forseti hringir.) ólögum sem Icesave-samningurinn er. (Forseti hringir.) Látum ekki bugast, látum hendur standa fram úr ermum. Syngið, góðir landsmenn (Forseti hringir.) og hv. þingmenn, syngið þjóðsönginn í hjarta ykkar um áramótin, og líka upphátt.