138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Einkavæðingu litlu íslensku bankanna lyktaði með gjaldþrotum sem skipa sér á lista yfir stærstu gjaldþrot á heimsvísu. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: … einkavæða þá núna?) Þeir nauðasamningar sem hér er verið að gera vegna þessa eru þungbærir en þeir miða að því að lágmarka það tjón sem Íslendingar, fólkið í landinu, verða fyrir vegna þessa fyrirhyggjuleysis. Þeir eru jafnframt nauðsynlegt skref til að við getum hafið efnahagslega endurreisn Íslands. Ég segi já, og þó fyrr hefði verið.