138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:54]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Icesave-skuldbindingin er um 200 milljarðar kr. núvirt, þ.e. 10–20% af heildarskuldum íslenska ríkisins. (Gripið fram í: Er þá …?) Ekki þær skuldir sem við þurfum að hafa mestar áhyggjur af. Til samanburðar má geta þess að slæm stjórn Seðlabankans á síðustu metrunum fyrir hrun kostar okkur 270 milljarða kr., þ.e. 70 milljörðum kr. meira en Icesave, og við erum strax farin að greiða af því.

Frú forseti. Það er að mínu mati ekki forsvaranlegt að við setjum alla endurreisn í þessu landi í frekara uppnám vegna þess að á hverjum degi erum við að glata verðmætum tíma fyrir fólk og fyrirtæki í landinu. Almenningur okkar vill hefja endurreisn og við eigum ekki að þvælast fyrir. Brennuvargarnir eiga ekki að flækjast fyrir slökkvistarfi. Ég segi já. [Kliður í þingsal.]