138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:03]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Ég var geysilega ósáttur við það og tjáði mig mikið um það hvernig ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hélt á Icesave-málinu. En mikið var það nú mynduglega gert í samanburði við það sem þessi ríkisstjórn er að skila af sér hér. Ég átti reyndar aldrei von á miklu af Samfylkingunni sem er í þessu eins og einhver sérkennilegur sértrúarsöfnuður með ranghugmyndir um heimsendi ef þeir fara ekki nákvæmlega eftir einhverri forskrift. En vonbrigðin eru þeim mun meiri með Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Ég átti ekki von á þessu af þeim flokki. Ég er hreinlega farinn að velta því fyrir mér eftir að hafa fylgst með þessari ríkisstjórn til hvers sá flokkur eiginlega er. Hann hefur svikið allt sem hann lofaði. Ég hefði ekki trúað því að þessi stjórnmálahreyfing mundi standa að þessari gjörð hér í kvöld. Það er til háborinnar skammar. Ég segi nei.