138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Þetta er sannarlega óskemmtilegt mál. Tillagan er um að ábyrgjast ríkisábyrgð fyrir skuldir óreiðumanna sem sólunduðu fé annars fólks, sólunduðu fé sem þeir áttu ekki, þar á meðal hollenskra og breskra sparifjáreigenda. (Gripið fram í.) Ég geri það hér sem ég tel þjóna íslenskum hagsmunum best. Ég geri það sem ég tel réttast og segi já.