138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[10:50]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svarið. Ég viðurkenni að það setur að mér ugg við það því að ég held að markmið þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu hljóti að vera að sameina þjóðina, eins og forseti Íslands lagði upp með. Það gerum við ekki með því að veita fé til andstæðra fylkinga svo þær geti barist betur. Ég legg til að við reynum að finna hlutlausan aðila í samfélaginu, hvort sem það er Háskóli Íslands eða einhver annar sem getur tekið þetta verkefni að sér með sóma, og skora á hæstv. dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því.