138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[11:11]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur heldur ekki komið fram í máli talsmanna stjórnarandstöðunnar hvað hafi beinlínis breyst í málinu á þeirri viku sem liðin er frá því að það var afgreitt frá þinginu. Telur hv. þm. Bjarni Benediktsson að samningaviðræður þverpólitískrar nefndar muni fara fram við ritstjóra Financial Times? (BjarnB: Ertu ósammála honum?)