138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[12:24]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svör hans. Ég tel að þau séu mikilvæg og þetta mál eigi að fara sína leið fyrir dóm þjóðarinnar úr því sem komið er. Ég tel hins vegar að í viðbrögðum hans og ýmissa annarra eftir ákvörðun forseta felist ákveðinn sannleikur og ákveðin rök fyrir því að þetta mál sé vandasamt sem mál fyrir þjóðina og vil rökstyðja það með örfáum orðum. Vandinn er þessi: Ef þjóðin segir nei við því lagafrumvarpi sem samþykkt var á þinginu 30. desember er málið komið á byrjunarreit. Í þeim skilningi er þjóðin ekki að kveða upp endanlegan dóm í málinu.

Ég vil að lokum spyrja hv. þingmann: Hver er hættan sem hann sér, sem hann lýsti yfir í fjölmiðlum fyrir örfáum dögum síðan, við að fara út í þjóðaratkvæðagreiðslu núna (Forseti hringir.) við þær aðstæður sem upp eru komnar eftir ákvörðun forsetans?