138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[12:57]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan þá held ég að rykið hafi enn ekki sest í erlendri fjölmiðlaumfjöllun og viðbrögðum erlendra stjórnvalda þannig að ég held að það muni auðvitað skipta miklu hvernig endanleg staða verður eða hvernig við sjáum þróunina verða áður en við getum tekið ákvarðanir um næstu skref. Hér var líka bent á að við tökum þær ekki í þessari umræðu úr pontunni. Ég held að mjög mikilvægt sé að við skoðum vel hverju vinna okkar á alþjóðavettvangi skilar í framhaldi af þessari ákvörðun, við erum að gera það núna og það er kannski fyrsta skrefið.