138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[13:00]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er kannski farin að endurtaka mig en já, ég held að það sé mikilvægt að við ræðum saman, að fulltrúar eða forustumenn flokkanna ræði saman þegar við sjáum hvernig viðbrögð alþjóðasamfélagsins þróast. Ég held að það sé mikilvægt og eðlilegt að það gerist einhvern tíma á næstu dögum. (Gripið fram í: Muntu beita þér fyrir því?) Ég tel mjög líklegt að það verði lausnin og kannski tel ég mig hafa beitt mér fyrir því nú þegar með ræðu minni í dag.