138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[13:02]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég leyfi mér að bæta því við að ég tel að hæstv. ráðherrar, eins og ég hélt hér til haga áðan, hafi líka staðið sig feikivel í því að halda málstað landsins á lofti í fjölmiðlum á erlendri grundu nú á undanförnum dögum og nefni t.d. hæstv. fjármálaráðherra, sem hefur víða verið í fjölmiðlum. Ég tel að hann hafi staðið sig vel, en er hins vegar sammála hv. þingmanni um að auðvitað skipti þetta máli eins og annað. Þó að við höfum ekki stjórn á fjölmiðlaumfjölluninni, eins og ég sagði áðan, skiptir auðvitað máli að við séum sýnileg í henni.