138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[13:16]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Mín skoðun er sú að viðskiptanefnd eigi að skoða það vandlega í meðförum málsins hvort styrkja eigi frumvarpið sem hér er lagt fram með þeim hætti að sérstaklega verði tekið á því hvernig standa skuli að sölu þeirra eigna sem fjármálafyrirtækin fá upp í hendurnar í ljósi þess ástands sem nú ríkir í íslensku atvinnulífi og íslensku fjármálalífi.