138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

fjármálafyrirtæki.

343. mál
[14:19]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði er þetta eitt af þeim atriðum sem ég vil mjög gjarnan að við ræðum í hv. viðskiptanefnd þegar við ræðum atriði þessa frumvarps. Að sjálfsögðu verðum við að gæta að friðhelgi einkalífs og ákveðnum viðskiptahagsmunum en ég get alveg fallist á það að skoða eigi lagagrundvöll að því þegar annaðhvort áhættan er orðin óhófleg eða hagsmunirnir orðnir þannig að það varðar þjóðarhag, hvort þá sé einhver möguleiki á að aflétta þessari ákveðnu bankaleynd, mér finnst alveg sjálfsagt að skoða það mjög ákveðið. Auðvitað hefur maður þá sýn í raun og veru að maður vill að sem mest af því sem varðar þjóðarhag sé uppi á borðinu, en eins og ég segi, þarna verðum við að skoða hvaða lagarammi liggur til grundvallar.