138. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2010.

Varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa bréf frá Birgi Ármannssyni, 11. þm. Reykv. s., og Guðmundi Steingrímssyni, 8. þm. Norðvest., um að þeir verði í fæðingarorlofi á næstunni og geti ekki sótt þingfundi.

Í dag taka sæti á Alþingi varamenn þeirra, Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson. Kjörbréf Erlu Óskar Ásgeirsdóttur og Sigurgeirs Sindra Sigurgeirssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Erla Ósk Ásgeirsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný.

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni, skv. 2. gr. þingskapa.

 

[Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, 8. þm. Norðvest., undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]