138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:51]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki veitt neitt annað svar en það svar sem ég veitti þingmanninum í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd þegar þessi fyrirspurn var borin þar upp. Í Átaki til atvinnusköpunar mun liggja fyrir mótuð áætlun sem talið var að væri skjótvirkari leið til að koma tekjum af þessum veiðiheimildum í gagn en með því að verja þeim í byggðaáætlun sem væri þar með kannski seinvirkari leið og tæki lengri tíma að fá þessa peninga, hvort sem þeir eru miklir eða litlir, til að vinna svo ég noti það orðalag. Það er meginskýringin á því að þessi breyting var gerð, að peningarnir færu strax í átak til atvinnusköpunar og nýttust strax í atvinnubótaskyni.