138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

fyrirkomulag umræðna um störf þingsins.

[14:13]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég get ekki greint annað en við séum að heyra tillögu frá hæstv. ráðherra að þeir vilji vera oftar til svara og ég fagna því. (Samgrh.: Ég var hér í gær líka.) Ég var hér í gær, gjammar hæstv. ráðherra en ég náði ekki að spyrja hæstv. ráðherra í gær og það er ekki hægt að skilja neitt öðruvísi en svo að hér sé komin bein tillaga frá helstu forustumönnum ríkisstjórnarinnar að þeir vilji vera oftar að svara. Ég tek því fagnandi og þá er kannski líklegra, virðulegi forseti, að við værum að tala um þennan lið að ég er kannski líklegur til að spyrja hvað fleira hæstv. samgönguráðherra er að framkvæma núna í þessa ríkisstjórn sem var rætt fyrir og eftir ríkisstjórnarfundi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Það væri fróðlegt að heyra það því það er augljóst að áður kannaðist hann ekki við að hafa verið í þeirri ríkisstjórn og nú kannast hann ekki við að vera í þessari ríkisstjórn þannig að þetta er að verða áhugavert og gott, virðulegur forseti.