138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

128. mál
[14:36]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra um mál þessu tengt er varðar aðstoðarmenn ráðherra. Um þá gilda ekki lög um opinbera starfsmenn né bera þeir pólitíska ábyrgð. Þessir einstaklingar hafa oft og tíðum aðgang að miklum trúnaðarupplýsingum sem ekki eru opinberar og því mikilvægt að um þá gildi einhverjar reglur. Ég spyr því hæstv. fjármálaráðherra: Mun hann beita sér fyrir því að setja reglur um hagsmunaárekstra aðstoðarmanna ráðherra þeim til hagsbóta og samfélaginu í heild?