138. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2010.

kennarastarfið.

138. mál
[14:53]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég fagna þessari umræðu og tek undir með þeim hv. þingmönnum og hæstv. ráðherra sem hafa talað á undan mér. Vissulega skiptir starfsánægjan mjög miklu máli í kennarastarfinu sem og öðru, en mig langar að benda á að árið 2007 unnu sveitarfélög, skólastjórnendur og kennarar sameiginlega að framtíðarsýn fyrir grunnskólastigið. Tilgangur þess starfs var m.a. að efla traust á milli fagmannanna og rekstraraðilanna og sjá til þess að allir stefndu í sömu átt eftir erfitt verkfall og erfiða kjaradeilu. Í þessu plaggi er ekki minnst á kjaramál, en hins vegar er talað um hvaða faglega grunn sveitarfélögin, Kennarasambandið og stjórnendur eigi að leggja að grunnskólastarfinu og hvernig meta skuli skólastarfið. Fyrir fagmennina (Forseti hringir.) tel ég að þetta skipti mjög miklu máli.