138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

tilgangur farar forsætisráðherra til Brussel.

[10:51]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Eins og fram hefur komið ákvað hæstv. forsætisráðherra að veita ekki slík viðtöl áður en þessi fundur færi fram. Hv. þingmaður getur spurt hæstv. forsætisráðherra að því. Ég get greint hv. þingmanni frá því að þegar ég hitti erlenda kollega mína hef ég yfirleitt sama háttinn á, þ.e. ég ákveð ekki fyrir fram að veita viðtöl áður en slíkir fundir fara fram. Ég met það eftir niðurstöðu fundar og eftir efni, ástæðum og umræðuefnum hvort ástæða er til þess og vísa til funda (Gripið fram í.) sem þegar hafa farið (Gripið fram í.) fram um það, (Gripið fram í.) ef hv. þingmaður vildi aðeins stilla taugakerfi sitt. Það skiptir heldur engu máli hvort þetta er skilgreint sem einkaheimsókn eða annars konar heimsókn. Það sem skiptir máli er hvort hún skilar árangri, hvort slík heimsókn og slíkar viðræður bera tilætlaðan árangur. Það skiptir máli fyrir Íslendinga í dag að rækta tengslin við umheiminn, ekki síst við stórþjóðabandalag eins og ESB (Forseti hringir.) sem er okkur gríðarlega mikilvægt vegna viðskiptahagsmuna og vegna aðildarferlisins.