138. löggjafarþing — 74. fundur,  4. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[12:36]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Skil ég hv. þingmann rétt þegar hann talar um að búa til leigupott í þorski, að hann sé að tala um að útgerðum verði gert að leigja ákveðið af sínum kvóta og verðlaginu á því verði miðstýrt? Ég næ ekki alveg samhenginu í málflutningi hans, að hann sé tilbúinn gagnvart skötuselnum að taka tillit til þeirrar gagnrýni sem fram hefur komið frá þeim sem áttu kvóta fyrir og er verið að taka af þeim samkvæmt þessu frumvarpi, þeir fá ekki til baka það sem þeir hafa keypt. Er hann að tala um það sama í þorski eða ætlar hann að láta menn og fyrirtæki halda aflaheimildum sínum en miðstýra leiguverðinu í gegnum einhverja verðlagsnefnd eða eitthvað slíkt?