138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

grein í Vox EU.

[13:37]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið og undirtektirnar og geri ráð fyrir að hæstv. forsætisráðherra muni a.m.k. lýsa yfir megnri óánægju með framgöngu fulltrúa þings í peningastefnunefndinni rétt eins og hæstv. forsætisráðherra hefur gagnrýnt mjög hina svokölluðu útrásarvíkinga og þá sem fara fyrir fyrirtækjum sem á einhvern hátt eru til rannsóknar þótt ríkisstjórnin hafi kannski ekki beitt sér með beinum hætti í því.

Þetta er, eins og ég nefndi áðan, ekki í fyrsta skipti sem svona nokkuð kemur upp. Það voru mjög óheppilegar dómsdagsskýrslurnar svonefndu sem komu úr forsætisráðuneytinu á meðan verið var að kynna Bretum og Hollendingum fyrirvara Alþingis sl. haust. Svo þarf varla að nefna grein háskólaprófessors sem bætir nú um betur og heldur áfram að grafa undan málstað Íslands út á við. Ég vona að hæstv. forsætisráðherra muni líka lýsa megnri óánægju með framgöngu þess ríkisstarfsmanns.