138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

sameining ráðuneyta.

[14:03]
Horfa

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson (F):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir svarið. Við erum ekki á sama máli varðandi það hvaða áhrif slík sameining hefur. Eins og ég fór yfir í máli mínu tel ég að slík sameining ríkisstofnana taki þó nokkurn tíma og þar af leiðandi muni vinna innan þeirra ráðuneyta ekki ganga fyrir sig eins og hún gæti gert við eðlilegar aðstæður.

Liggur eitthvað fyrir hvað þessi sameining muni spara í fjármunum? Hefur verið tekið með í þá útreikninga minni skilvirkni og hugsanleg yfirsjón í hagsmunagæslu?