138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:10]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Í sumar kom þetta mál á dagskrá þegar hið umdeilda frumvarp um svokallaðar strandveiðar var flutt. Þá var vakin athygli á því að eins og það mál var úr garði gert girti það fyrir möguleika manna til að stunda frístundaveiðar jafnframt því að eiga báta sem væru með aflamark og hefðu heimildir til þess að róa af þeim ástæðum. 1. gr. þessa frumvarps gerir ráð fyrir því að opna möguleika að nýju fyrir þá báta sem eru með aflamark og hafa veiðileyfi til þess að stunda jafnframt þessar frístundaveiðar. Það er skynsamlegt, það eykur hagkvæmni í sjávarútvegi sem er orðið mjög fátítt þegar við erum að ræða um breytingartillögur og hugmyndir ríkisstjórnarinnar sem snúa að sjávarútvegsmálum.