138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Aðall íslenska fiskveiðistjórnarkerfisins hefur verið að það stefnir að sjálfbærni. Það hefur verið frægt um víða veröld vegna þess og tekist hefur að bjarga fiskstofnum við Ísland með þessu fiskveiðistjórnarkerfi. Menn geta haft ýmsar athugasemdir við það en þetta held ég að sé nokkurn veginn viðurkennd staðreynd. Menn geta rifist um eignarhaldið o.s.frv. en það er staðreynd að það er sjálfbært.

Hér er vikið frá þeirri grundvallarreglu og að það skuli vera fulltrúar Vinstri grænna sem segjast í einu orðinu vera grænir og umhverfisverndarsinnaðir og ætla samt að veiða 80% meira af skötusel en fiskifræðingar ráðleggja er ótrúlegt, frú forseti. Ég segi nei.